um daginn fletti ég upp upplýsingum um orkulosun jarðskjálfta af mismunandi styrkleika. Sá þá að við öflugustu jarðskjálftana var orkulosunin mæld í EJ (Exa Joule), sem var eining sem ég þekkti og svo (ZJ), sem ég hafði aldrei séð áður. Ég varð forvitinn og fletti þessu upp á wikipediu þar sem þetta var útskýrt. Z stendur fyrir Zetta (svo er reyndar til Y líka, sem stendur fyrir Yotta).
Það sem vakti samt mesta athygli mína var það að Bandaríkin eru eitt af þremur ríkjum, sem nota ekki SI einingakerfið, sem aðaleiningakerfi. Hin löndin tvö eru Myanmar og Líbería!