Fífa sagði mér þennan brandara/gátu. Flokksstjórinn hennar í unglingavinnunni, sem er víst verkfræðinemi, sagði þeim hann. Here goes…
Einstein, Newton og Pascal voru í feluleik. Einstein var hann og á meðan hann taldi upp að 1729 þá földu hinir sig. Pascal inni í fataskáp en Newton tók fram stól teiknaði ferning, sem var metri á kant, umhverfis stólinn og settist síðan á hann. Þegar Einstein var búinn að telja þá fór hann að leita og kom nánast samstundis auga á Newton. Einstein hrópaði hróðugur: „Newton, ég er búinn að finna þig!“ Newton svaraði að bragði: „Nei, ég er ekki Newton, ég er Pascal!“
Jæja kæru lesendur, hvernig gengur þetta upp hjá honum?
Jú, Pascal mun jú vera Newton á ferkant, eða N/m^2
Athugasemd af varmenni — 2008-06-12 @ 00:11 |
Varmenni, allt of snöggur að þessu…
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-06-12 @ 00:14 |
Ha?
Athugasemd af Kristín í París — 2008-06-12 @ 05:40 |
NEEEEEEEEEERD!!! 😉
Athugasemd af vælan — 2008-06-12 @ 10:08 |
Andsk. Ég fattaði þennan ekki.
Ég þarf að fara að draga fram eðlisfræðibækurnar mínar og rifja upp
Athugasemd af Björn Friðgeir — 2008-06-12 @ 12:57 |
Aðeins nánari útlistun á lausninni:
Eining fyrir kraft er Newton (N). Eining fyrir þrýsting er Newton á fermetra (N/m^2) og kallast hún Pascal (P). Með því að koma sér þægilega fyrir á fermetra þá var Newton búinn að breyta sér í Pascal.
Ég fattaði þetta heldur ekki sjálfur en fannst svarið algjör snilld þegar ég heyrði það.
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-06-14 @ 11:54 |
Jón Lárus, alveg óþarfi að ljóstra upp um að þú hafir ekki náð þessu sjálfur 😉
Athugasemd af hildigunnur — 2008-06-15 @ 00:21 |
Þett’er hreint brilliant. Respect fyrir raunvísindum og öllum nördum sem stunda þau þótt ég sé gagnslaus til þeirra 🙂
Athugasemd af Kalli — 2008-06-15 @ 01:41 |
Sammála Kalli, tær snilld.
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-06-16 @ 21:26 |