Strč prst skrz krk

2008-07-2

Tyson Homosexual

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 22:36

Það er ýmislegt að varast þegar maður notar svona sjálfvirkar þýðingarvélar. Samanber þetta. Get nú ekki sagt að ég vorkenni þessum hálfvitum.

Viðutan

Filed under: Brandarar,Vinnan — Jón Lárus @ 19:54

Nei, ekki ég, ekki að þessu sinni, heldur vinnufélagi minn einn. Vorum í mötuneytinu í gær. Þessi tiltekni vinnufélagi minn var búinn að borða og var á leiðinni að skila bakkanum af sér. Rakst þá á annan úr deildinni okkar og þurfti endilega að segja nokkur orð við hann. Hélt síðan áfram inn á deild með bakkann í hendinni. Kom skömmu síðar aftur til baka inn í mötuneyti, kafrjóður í framan, með bakkann. Þarf ekki að orðlengja að við grenjuðum öll af hlátri yfir þessu.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.