Strč prst skrz krk

2008-07-3

Verð bara

Filed under: Garðurinn — Jón Lárus @ 22:39

að monta mig af sýrenunni okkar.

sýrenan � fullum blóma

Frá því við fluttum hingað (fyrir 13 árum) þá hefur hún aldrei verið neitt í líkingu við þetta. Fyrstu árin þá komu nokkur blóm á hana og við vorum við það að henda henni út; héldum að þetta væri lélegt kvæmi eða eitthvað. Ég ákvað samt að þrjóskast aðeins við. Fékk nokkur góð ráð hjá garðyrkjusnillingi, sem við þekkjum og árangurinn er þessi núna.

Meira viðutan

Filed under: Fjölskyldan,Matur — Jón Lárus @ 22:25

Nei, ekki ég heldur að þessu sinni.  Röðin hlýtur hins vegar að fara að koma að mér.

Þannig var að við buðum Óla, bróður Hildigunnar og Kristínu mágkonu í mat.  Ákváðum að hafa sikileyskt lasagna (grænmetislasagna með eggaldinum, sem uppistöðu, hrikalega gott.  Ef við erum ekki búin að henda því inn á brallið þá er spurning um að gera það).

Nema hvað, fyrir nokkrum árum þá buðum við fólki í mat í akkúrat þennan sama rétt.  Í miðri máltíðinni þá uppgötvuðum við að það hafði gleymst að setja lasagna plöturnar í réttinn.  Þetta var semsagt ekki lasagna heldur ofnréttur með eggaldinum.  Þetta olli talsverðri kátínu.  Síðan þá hefur þetta verið standandi brandari hjá okkur:  Muna eftir lasagnablöðunum í sikileyska lasagnað…

Áðan þegar við vorum að elda þá sá Hildigunnur um að setja lasagnað saman.  Búin samviskusamlega að taka lasagnapakkann niður úr hillunni og búin að minnast á að borgaði sig að muna eftir blöðunum.  Svo tók ég eftir því að það voru komin nokkur lög í fatið:  Tómatar, eggaldin, ostur, tómatar, eggaldin.  Og spurði Hildigunni hvernig væri með lasagnablöðin.  Úpps…

Málinu var bjargað snarlega og lasagnað smakkaðist vel eins og endranær.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.