Strč prst skrz krk

2008-07-5

Íssaga

Filed under: Ýmislegt,Matur — Jón Lárus @ 21:30

Á leiðinni til Tékklands um daginn millilentum við á Kastrup. Meðan við biðum eftir fluginu til Prag þá rakst ég á ítalskan Gestgjafa, sem einhver hafði skilið eftir. Ég hirti blaðið og renndi síðan yfir það í vélinni. Kom í ljós að uppskriftirnar voru flestar frekar óspennandi því þetta var eitthvað megrunarblað.

Það voru samt stöku fróðleiksmolar, sem voru áhugaverðir. Meðal annars rakin saga ísgerðar í stuttu máli. Þar kom meðal annars fram hvernig ís í brauðformi varð til. Ef eitthvað er að marka frásögnina þá varð íssali í Saint Louis í Bandaríkjunum einhvern tíma uppiskroppa með form. Frekar heldur en að selja ekki neitt það sem eftir var dagsins þá fór hann í bakaríið, sem var við hliðina á ísbúðinni og fékk þar kramarhús undir ísinn. Eins og við vitum þá sló þetta umsvifalaust í gegn.

Eftir að

Filed under: Garðurinn,Húsið,Stúss — Jón Lárus @ 15:51

hafa útvegað efni til að gera við læsinguna á garðhliðinu þá fórum við með hliðið í viðgerð hjá járnsmiðnum okkar. Mér datt ekki í hug að hliðlæsingin myndi virka, það hefur ekki verið húnn á hliðinu síðan við fluttum hingað fyrir þrettán árum. Járnsmiðurinn prófaði að setja hún í hliðið og þá kengvirkaði lokan bara. Magnað.

Hliðið fyrir viðgerð.

Þannig að það var ákveðið að smíða nýjan hún á hliðið, laga lamirnar aðeins, hefur étist ansi mikið úr þeim eins og sést kannski á myndinni. Einnig þarf að smíða móttak til að festa á garðvegginn. Fáum hliðið kannski til baka í næstu viku. Verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út.

Bloggaðu hjá WordPress.com.