eða ekki. Í Tékklandi um daginn þá skildi maður ekki bofs í tékkneskunni. Reyndi samt að læra einföldustu orð eins og halló og bless. Halló var auðvelt, ahoy (eða hvernig svo sem það er stafsett). Bless var hins vegar hrikalega erfitt, naskladano (ábyrgist ekki stafsetninguna). Ekki nokkur leið að muna þetta. Ég var allan tímann að reyna að leggja þetta á minnið. Svo í veislunni eftir tónleikana sagði ég hróðugur við Eydísi: „Nú er ég loksins búinn að læra þetta tékkneska bless, naskledano!“ Hún: „Ágætt hjá þér en Það er nú reyndar naskladano.“ Ég: „Ái.“
Erfið svona mál þar sem maður er ekki með neinar tengingar. Algerlega framandi hljóðheimur. Samt mjög spennandi.