Strč prst skrz krk

2008-08-2

Bólstrarar

Filed under: Stúss — Jón Lárus @ 22:58

það var það, sem við Hildigunnur þóttumst vera í kvöld. Áklæðið á 4 af eldhússtólunum okkar var farið að brosa allillilega, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér:

Brosandi eldhússtóll

Ekki nóg með það heldur var einn þeirra brotinn. Við settum hann í viðgerð og vorum nýbúin að fá hann til baka. Við útveguðum okkur klæðisbút og heftibyssu og hófumst svo handa.

Allt annað að sjá þá núna:

Nýmeðhöndlaður stóll

Mun alvarlegri stóll.

Tekjublaðið

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 11:02

Var ánægður með Jón G. Hauksson, ritstjóra tekjublaðs Frjálsrar verslunar að þessu sinni. Þannig er að ég hef verið í tekjublaðinu, sem dæmi um laun verkfræðinga í örugglega 8-10 ár. Mér til lítillar ánægju. Var samt aldrei búinn að koma því í verk að reyna að losna undan þessu fyrr en nú í ár. Hafði samband við fyrrnefndan Jón G. og sagði að ég væri búinn að leggja mitt af mörkum og hvort það væri nú ekki kominn tími á að leyfa einhverjum öðrum að spreyta sig. Hann vildi nú ekki lofa neinu en sagðist ætla að skoða málið. Tekjublaðið kom svo út í gær og ég var dottinn út. Mjög sáttur við það.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.