Strč prst skrz krk

2008-08-2

Bólstrarar

Filed under: Stúss — Jón Lárus @ 22:58

það var það, sem við Hildigunnur þóttumst vera í kvöld. Áklæðið á 4 af eldhússtólunum okkar var farið að brosa allillilega, eins og meðfylgjandi mynd ber með sér:

Brosandi eldhússtóll

Ekki nóg með það heldur var einn þeirra brotinn. Við settum hann í viðgerð og vorum nýbúin að fá hann til baka. Við útveguðum okkur klæðisbút og heftibyssu og hófumst svo handa.

Allt annað að sjá þá núna:

Nýmeðhöndlaður stóll

Mun alvarlegri stóll.

10 athugasemdir »

 1. tja, brosa er nú fullmikið sagt. Frekar svona illilegur svipur, fannst mér alltaf…

  Athugasemd af hildigunnur — 2008-08-2 @ 22:59 | Svara

 2. Hehe.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2008-08-2 @ 23:02 | Svara

 3. […] afrakstur kvöldsins Published 2008-08-2 húsið , markmið við Jón Lárus vorum ógnar dugleg í dag, hitt og þetta komst í verk sem lengi hefur verið þörf á (flikka upp á málninguna á útidyrunum, ganga frá þvottahrúgu, tína rifsber í sultu og sjóða, Jón kláraði að ganga frá baðinu niðri, er búinn að vera að mála það síðustu daga, og fleira og fleira). Ánægðust erum við nú samt með það sem við vorum að gera í kvöld. […]

  Bakvísun af afrakstur kvöldsins « tölvuóða tónskáldið — 2008-08-2 @ 23:03 | Svara

 4. Ég sé engar myndir.

  Athugasemd af parisardaman — 2008-08-3 @ 05:59 | Svara

 5. Og það var nóg að kvarta, þá birtust myndirnar. Ægilega fínt hjá ykkur.

  Athugasemd af parisardaman — 2008-08-3 @ 05:59 | Svara

 6. Vildi samt óska að við ættum fimm svona stóla en ekki bara fjóra 😦

  Athugasemd af hildigunnur — 2008-08-3 @ 12:37 | Svara

 7. sætur stóll. þurftuð þið ekki að setja nýjan svamp undir áklæðið?

  Athugasemd af baun — 2008-08-3 @ 17:24 | Svara

 8. nei, það var (held ég) óþarfi, svampurinn er ekkert svo slæmur. Fari hann að lúffa – ja, þá er ekki stóra málið að rífa áklæðið af og skella nýjum svampi undir.

  Athugasemd af hildigunnur — 2008-08-3 @ 23:15 | Svara

 9. Hins vegar þurfum við greinilega að taka eldhúshurðina í gegn (ekki að við höfum ekki vitað af því…)

  Athugasemd af hildigunnur — 2008-08-3 @ 23:16 | Svara

 10. Púff, já. Talsvert meira verk, hins vegar.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2008-08-4 @ 00:02 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: