er slæm blanda. Lentum í einum gaur, sem virtist vera með vænan skammt af hvoru tveggja í útréttingarleiðangri áðan. Hann hafði gleymt að beygja inn á beygjuakrein (til að taka vinstri beygju á Höfðabakka inn á Bíldshöfða). Þetta var nú samt ekki mikið vandamál fyrir hann. Hann setti bara hornið á jeppanum sínum inn á beygjuakreinina fyrir framan okkur og beið á áfram akreininni eftir að beygjuljósið kæmi. Ökumenn, sem voru að fara áfram og komust ekki neitt fyrir þessum fávita máttu hins vegar bíða.
Hann hefði hins vegar verið fljótari ef hann hefði tekið hægri beygju inn á planið hjá gamla tækniskólanum og snúið síðan við og farið áfram Bíldshöfðann.
var ekki flautað hraustlega á hann?
Athugasemd af baun — 2008-08-6 @ 09:26 |
Getur rétt ímyndað þér…
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-08-6 @ 12:34 |
[…] og heimska Published 2008-08-6 ruglið verð að vísa í færslu bóndans um frekan jeppagaur í umferðinni í gær. Vona hann lesi […]
Bakvísun af frekja og heimska « tölvuóða tónskáldið — 2008-08-6 @ 15:05 |
Þú hefur vonandi skráð hjá þér bílnúmerið á landbúnaðartækinu
Athugasemd af anna — 2008-08-10 @ 05:42 |
Nei, nei. Fattaði það náttúrlega ekki neitt fyrr en of seint.
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-08-11 @ 22:47 |