Strč prst skrz krk

2008-08-11

Krummafótur

Filed under: Fjölskyldan,Ruglið — Jón Lárus @ 23:15

Í látunum við að pakka niður fyrir Lónsferðalagið þá lentu í skottinu á bílnum 2 hægri fótar stígvél fyrir Fífu. Það var allspaugilegt að sjá hana þegar hún var að búa sig undir veiðiferð með frænkum sínum. Mjög undarlegur krummafótur.

3 afmæli og jarðarför

Filed under: Afmæli,Ferðalög,Fjölskyldan,Frí — Jón Lárus @ 21:24

Þeystumst landið nánast enda á milli um helgina til að vera við þrefalt afmæli. Fertugsafmæli Helgu svilkonu, sjötugsafmæli mömmu hennar og tíu ára afmæli Brynhildar, dóttur Helgu og Þorbjarnar. Hildigunnur lýsir ferðalaginu í þaula hér í skemmtilegri færslu.

Þurftum síðan að vera komin heim í gær því í dag var Bjössi frændi, sem lést fyrir nokkrum dögum, jarðsettur. Falleg athöfn í góðu veðri. Hljómeyki söng, fólk almennt mjög ánægt með þeirra framlag. Hallveig með sóló. Skilaði því glæsilega eins og við var að búast.

Þessi þeytingur allur hefur hins vegar gert það að verkum að ég er alveg búinn að vera núna. Verður farið snemma í bólið.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.