Strč prst skrz krk

2008-08-31

Esjuganga

Filed under: Fjallganga,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 23:58

Ákvað í dag að það væri ekki seinna vænna að efna loforð, sem ég var búinn að gefa stelpunum (fyrir tveimur árum) og ganga á Esjuna. Við vorum búin að taka nokkrar æfingafjallgöngur bæði í fyrra og árið þar áður en einhvern veginn æxlaðist það alltaf þannig að það var farið að snjóa áður en hægt væri að leggja á Esjuna.

Fífa var ekki heima (hafði gist hjá vinkonu) og henni leist ekkert á þessa áætlun. Freyja var hins vegar til þegar ég sagði henni að vinkona hennar gæti komið með. Kipptum síðan Rúnari, afa Freyju með (hann hafði aldrei náð að ganga á Esju þótt hann væri búinn að ganga á fjöll eins og Herðubreið og Öræfajökul). Allavega, lögðum af stað í blíðskaparveðri um klukkan tvö. Ég var svo stoltur af því að muna eftir GPS tækinu að ég gleymdi bæði að taka með myndavél og kíki. Ófyrirgefanlegt. Lögðum síðan af stað á Esju frá Mógilsá um hálfþrjú. Hef gengið á Þverfellshornið einu sinni áður og á Esju þrisvar áður. Búið að gerast heilmikið í stígamálum síðan ég fór þetta síðast (fyrir örugglega meira en 10 árum). Þá arkaði maður beint upp að horninu en nú er aðalleiðin meira í sveigjum eftir fjallshlíðinni. Mjög flott gönguleið.

Ég er alltaf mjög bjartsýnn maður (stundum einum of) þannig að mér datt ekki í hug annað en við yrðum komin í bæinn svona um sexleytið í síðasta lagi (fyrsta áætlun var fimm). Það voru hins vegar ýmsir hlutir, sem töfðu. Fundum fullt af krækiberjum og svo þegar ofar dró aðalbláberjum. Ekki hægt að sleppa því að kíkja á þessi lyng. Við urðum svo að fara alla leið upp á Þverfellshornið, ekki séns að Rúnar tæki gilt að ganga á Esju væri að fara upp að Steini. Komum svo til baka upp úr sjö þegar matarboð átti að vera byrjað hjá okkur. Sem betur fer þá voru matargestir foreldrar mínir og Hildigunnar (Rúnar einn af gestunum) þannig að þetta var ekki eins mikið mál og það hefði getað verið. Nógu slæmt samt.

2 athugasemdir »

  1. hihi, það er kannski eins gott að þú komir með þína útgáfu af sögunni svona úr því konan náði að blogga um þetta áður en þú komst heim 🙂

    Athugasemd af Fríða — 2008-09-1 @ 07:56 | Svara

  2. hehehe, já 😀

    Athugasemd af hildigunnur — 2008-09-1 @ 15:02 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: