Strč prst skrz krk

2008-09-5

FLU

Filed under: Nördismi,Ruglið,Vinnan — Jón Lárus @ 22:00

Það kom eitt ansi gott símtal inn á þjónustuborðið okkar í dag. Við frammi í sal heyrðum allt í einu að strákarnir á þjónustuborðinu gjörsamlega sprungu úr hlátri. Skömmu síðar kom einn þeirra og útskýrði hvað hafði gerst. Þá hafði hann fengið símtal, sem hljóðaði einhvern veginn á þessa leið:

Starfsmaður: „Er þetta þjónustuborðið?“
Þjónustuborð: „Já, hvað er málið?“
S: „Internetið er ónýtt hjá mér!“
Þ: „?!“
Þ: „Hvað áttu við?“
S: „Ég get ekkert gert.“
Þ: „Bíddu, leyfðu mér að yfirtaka vélina þína.“
Þjónustuborð yfirtekur vélina og sér að vafrinn hefur verið stilltur á að þekja allan skjáinn og síðan ýtt á F11 þannig að stikurnar voru faldar.
Þ: „Þetta er ekkert mál, smelltu bara með músinni á gluggann og ýttu svo á F11.“
S: „Það virkar ekki!“
Þ: „Smelltu með músinni á gluggann og ýttu svo á F11.“
S: „Ég reyndi aftur og það gerist ekkert!“
Þjónustuborðið endurtekur fyrirmælin enn einu sinni og nú einstaklega hægt og skýrt.
S: „Ó, ég hélt þú ættir við að slá inn FLU“

Óborganlegt!

2 athugasemdir »

  1. Það á að bera fram öll orðin í setningu, þó hún sé effellefu.

    Athugasemd af parisardaman — 2008-09-5 @ 22:34 | Svara

  2. Já að sjálfsögðu. Nú veit ég ekki hversu hratt var talað eða skýrt fram borið. Getur vel verið að það hafi haft einhver áhrif á þennan rugling sem varð. Okkur fannst þetta samt mjög fyndið.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2008-09-6 @ 10:50 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: