Skaust niður að ráðhúsi í morgun þegar verið var að ræsa af stað í fornbílarallið, sem haldið er þessa vikuna. Eitthvað um 70 áhafnir, af ýmsum þjóðernum, sem taka þátt. Smellti af nokkrum myndum af herlegheitunum. Margir mjög flottir.
Þessi fannst mér flottastur, u.þ.b. 50 ára gamall Citroën DS.
Flestir virtust nú vera að þessu fyrir gamanið. Þessir voru þeir einu, sem ég sá þar sem nafn og blóðflokkur kom fram á bílnum. Virtust vera í þessu fyrir alvöru.
Og svo þrír flottir hérna. Silfurlitaði Jagúarinn ekkert smá glæsilegur.
Verst að mynd af einni áhöfninni, sem var útbúin með leðurhúfur og gamaldags hlífðargleraugu virðist hafa misheppnast.
Færðu inn athugasemd