Finnur spurði mig í gær hvað evreka þýddi. Ég sagðist halda að það þýddi: Ég hef fundið það, eða eitthvað í þá áttina.
Sagði honum svo söguna af því þegar Arkímedes uppgötvaði uppdrifið. Samkvæmt henni þá hafði hann hoppað nakinn upp úr baðinu og út á götu æpandi: Evreka, evreka!
Ég vissi ekki hvert Finnur ætlaði, honum fannst þetta svo fyndið. Hann lagðist á gólfið og veinaði af hlátri.
Færðu inn athugasemd