Strč prst skrz krk

2008-10-13

MH sollurinn

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 22:17

Fífa var nú ekki búin að vera lengi í MH þegar hún var farin að drekka kaffi. Tók svona hálfan mánuð eða þrjár vikur.

Ég var búinn að taka eftir tómum kaffimálum einu sinni eða tvisvar heima en var ekkert búinn að tengja þau við Fífu. Hélt bara að Hallveig eða einhver annar kaffidrykkjumaður hefði komið í heimsókn. Svo var það einhvern tímann um daginn að hún þurfti að skrifa ritgerð eða vinna eitthvað verkefni og var að talsvert frameftir. Þá kom hún og spurði hvort ég væri til í að útbúa kaffi fyrir hana. Það var náttúrlega alveg sjálfsagt.

Mér fannst þetta annars svolítið spaugilegt því í gegnum tíðina hef ég nokkrum sinnum boðið henni að smakka á kaffi hjá mér og fram að þessu hafði alltaf verið fussað og sveiað yfir því.

3 athugasemdir »

  1. mmmm… kaffi….

    16 er fínn aldur til að byrja. Ég byrjaði sumarið sem ég var kirkjuvörður í Skálholti þar sem það var alltaf verið að bjóða manni í heimsóknir og aldrei boðið upp á neitt annað en kaffi 😀

    Athugasemd af Vælan — 2008-10-14 @ 10:48 | Svara

  2. MH klikkar ekki.
    Það er ýmislegt sem tilheyrir menntaskólalífi 🙂

    Athugasemd af Imba — 2008-10-14 @ 15:12 | Svara

  3. Ég byrjaði 12 eða 13 ára. Þótt það sé nú vafasamt að kalla það glundur kaffi. Hellingur af mjólk og sykri saman við. Núorðið set ég hins vegar ekkert saman við kaffið.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2008-10-14 @ 21:02 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: