Strč prst skrz krk

2008-10-23

Búðaráp

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 23:12

Skaust út í Bónus í gær eftir vinnu. Vantaði eitthvað smálegt, meðal annars ab-mjólk, smjör og mjólk. Ég var dálítið seinn fyrir þ.a. þegar ég kom í Bónus þá var bara ekkert til. Ab-mjólkin búin. Smjörið búið. Var að hugsa um að kaupa egg, gerði það samt ekki því ég hafði ekki athugað hvernig eggjastaðan væri. Rölti svo heim, henti innkaupapokunum inn og skaust út í Krambúð og keypti Ab-mjólk.

Kom svo heim og byrjaði á kartöflubökunni, sem átti að vera í matinn. Náði í hveitið, opnaði ísskápinn til að taka út smjörið. Þá var bara pínulítil smjörklípa til, ekki nándar nærri nóg fyrir deiggerð. Ég missti út úr mér eitt bölv og svo smá ragn. Skaust síðan út í Krambúð aftur til að kaupa smjör. Kom heim aftur og ætlaði að halda áfram með deigið. Blandaði saman hveiti, salti og smjöri. Síðan kom smá skvetta af ediki og eitt egg. Ég opnaði ísskápinn til að sækja egg. Öll búin. Ég þurfti því að hlaupa út í Krambúð í þriðja skipti til að geta klárað matargerðina.

Pottþétt að ég les uppskriftina áður en ég hendist af stað út í búð næst.

Auglýsingar

5 athugasemdir »

 1. Þú hefur allavega fengið góða hreyfingu!

  Athugasemd af Harpa J — 2008-10-24 @ 08:28 | Svara

 2. Ha ha! Gulla Hestnes

  Athugasemd af vinur — 2008-10-24 @ 12:01 | Svara

 3. Já, þetta var alveg fáránlegt.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2008-10-24 @ 22:23 | Svara

 4. Ekki er nóg að lesa uppskriftina, heldur þarf einnig að gera birgðakönnun. Vertu bara feginn að búa ekki uppi á 5. hæð án lyftu!

  Athugasemd af parisardaman — 2008-10-26 @ 11:04 | Svara

 5. Satt segirðu parísardama. Þetta var náttúrlega blanda af þessu tvennu hjá mér.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2008-10-26 @ 20:34 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: