Ekki smá flott snjókona (maður getur varla kallað hana snjókerlingu) á litla róló hérna á bak við hjá okkur, sem ég rakst á í kvöld. Hljóp inn, sótti myndavélina og smellti af nokkrum myndum.
Kæmi mér ekki á óvart þótt höfundurinn væri listakonan í bakhúsinu, sem gerði Hrímfaxa sl. vetur.
Vá, flott!
Athugasemd af Harpa J — 2008-10-23 @ 08:36 |
Aha, gaman að hafa svona listamann í nágrenninu. Maður getur alltaf búist við að sjá eitthvað spennandi þegar snjóar.
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-10-23 @ 22:48 |