Við tókum upp þann sið að elda hafragraut í morgunmat til skiptis við jógúrt og morgunkorn núna í byrjun vikunnar. Þetta er nú kostur, sem ég ólst upp við. Hafragrautur hvern einasta morgun alla virka daga. Ég hélt nú satt að segja að ég væri búinn með hafragrautskvótann. Svo kom í ljós að hafragrauturinn er bara fínn. Ekkert vandamál með krakkana, þeim finnst þetta fínt. Finnur bað meira að segja í morgun um hafragraut frekar en kornfleks. Svo spillir ekki fyrir að hver skammtur kostar innan við 15 krónur.
2008-10-31
6 athugasemdir »
RSS feed for comments on this post. TrackBack URI
Finnur vildi svo líka hafragraut í morgun, þó það væri ekki designated gruel day.
Athugasemd af hildigunnur — 2008-11-1 @ 00:12 |
Ormarnir mínir vilja haframjölið sitt hrátt…og það sparar víst rafurmagnið líka!
Athugasemd af meinhornid — 2008-11-1 @ 00:22 |
Hafragrautur er með vinsælli morgunmat á mínu heimili og hefur lengi verið.
Athugasemd af Eyja — 2008-11-1 @ 01:16 |
Já, hafragrauturinn er líka mjög vinsæll hér. Ég set stundum sesam eða birkifræ, og eplamauk (eplið maukað í örbylgjunni eða í potti) eða bananabitar er hrikalega gott út í líka, sem og rúsínur.
Athugasemd af Kristín í París — 2008-11-1 @ 07:29 |
Meinhorn, ég er sammála þínum ormum. Haframjöl, rúsínur og mjólk er herramannsmorgunmatur. 🙂
Athugasemd af hildigunnur — 2008-11-1 @ 19:10 |
Maður þarf greinilega að prófa þessar hafragrautur royale útgáfur (með eplum eða banönum). Örugglega hrikalega gott.
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-11-1 @ 23:44 |