Strč prst skrz krk

2008-11-2

Ósamkvæmni

Filed under: Stjórnmál — Jón Lárus @ 00:16

Tvær fréttir á textavarpi.is núna, sem fjalla um mótmælin á Austurvelli í gær.  Í fyrri er talað um allt að 1000 manns. Hljóðar þannig:

Um þúsund mótmælendur á Austurvelli
Hátt í eittþúsund manns mótmæltu á
Austurvelli í dag. Þess er krafist
meðal annars að skipt verði um stjórn í
Seðlabanka Íslands; að ríkisstjórnin
fari frá og að boðað verði til
kosninga. Fólkið safnaðist saman á
Hlemmi og gekk þaðan fylktu liði niður
Laugaveg.

Á Austurvelli voru flutt ávörp, ljóð og
hvatningarorð. Flutningabílstjórar
lögðu bílum sínum fyrir framan
Alþingishúsið og flautuðu. Allt fór
friðsamlega fram.

en í þeirri síðari er talað um að þarna hafi verið 1000-1500 manns. Hljóðar svona:

Rúmlega 1000 mótmæltu á Austurvelli
Á milli 1000-1500 manns mótmæltu á
Austurvelli í dag. Mótmælendur
kröfðust meðal annars að skipt verði um
stjórn í Seðlabanka Íslands en einnig
að ríkisstjórnin víki og efnt verði til
kosninga. Fólkið safnaðist saman á
Hlemmi og gekk svo fylktu liði niður
Laugaveg. Á Austurvelli voru flutt
ávörp, ljóð og hvatningarorð.

Það var hiti í mönnum á Austurvelli í
dag. Fólk úr ýmsum áttum hefur staðið
fyrir mótmælum nú þrjár helgar í röð.
Sífellt fleiri bætast í hópinn og nú
voru hátt í þúsund manns sem mættu.

Sú frétt er síðan ósamkvæm sjálfri sér því þar er síðast talað um allt að 1000 manns.

Auglýsingar

3 athugasemdir »

 1. Mér finnst þessi svokallaða „talning“ löggunnar geysilega undarleg.
  Sjálfri finnst mér alltaf vera að minnsta kosti helmingi fleiri þarna en þeir segja.

  Athugasemd af Imba — 2008-11-2 @ 17:59 | Svara

 2. fjórfalt, fyrstu tvö skiptin, myndi ég segja!

  Athugasemd af hildigunnur — 2008-11-2 @ 23:53 | Svara

 3. Þetta er náttúrlega stöðluð taktík hjá yfirvöldum að draga úr fjölda mótmælenda. Hins vegar er alltaf bætt við ef um er að ræða vesen á einhverjum krakkagemlingum.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2008-11-3 @ 00:27 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: