Strč prst skrz krk

2008-11-2

Filed under: Formúla 1 — Jón Lárus @ 23:56

Þvílík spenna í síðasta 2008 formúlu 1 kappakstrinum í dag. Staðan var þannig að minn maður, Lewis Hamilton þurfti að enda í 5. sæti eða hærra til að tryggja sér titilinn. Sá eini, sem átti möguleika á titlinumu fyrir utan hann, Massa var fremstur á ráslínu. Rétt áður en átti að ræsa keppnina skall á hellidemba þannig að þurfti að skipta um dekk á öllum bílunum. Þegar loksins var hægt að hefja kappaksturinn þá gekk allt (eða næstum því allt) að óskum. Rigningin stóð stutt og þegar brautin tók að þorna var Hamilton 4.-5. sæti. Svo þegar svona 5 hringir voru eftir þá byrjaði að rigna aftur. Allir keppendur flykktust inn á viðgerðasvæði til að skipta um dekk nema Glock, annar Toyota ökumaðurinn. Þetta þýddi að Hamilton var orðinn 5. og svo skömmu síðar þegar hann missti Vettel fram úr sér 6. sem hefði þýtt að Massa hefði orðið meistari. Sem betur fer náði Hamilton að skreiðast fram úr Glock í næstsíðustu beygju. Niðurstaðan: Hamilton meistari, einu stigi á undan Massa. Þetta var ekki glæsilegt en verðskuldað samt. Veit ekki til þess að Það hafi staðið svona glöggt nokkurn tímann áður í næstum 60 ára sögu F1.

Færðu inn athugasemd »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: