tékk II.
Nú eru komnar niðurstöður í sorpvigtunarkönnuninni okkar. Vigtuðum allt það sorp sem fór í tunnu frá okkur í tvo mánuði. Niðurstaðan er að við framleiðum rétt innan við 1 kíló af sorpi á dag (nákvæmlega 880 g). Ég er ekki ósáttur við þetta þó að við gætum gert betur með því að jarðgera lífræna úrganginn. Þegar við tökum það skref þá fellur talan niður í 4-500 g á dag.