Strč prst skrz krk

2008-11-5

Sorpu

Filed under: Nördismi — Jón Lárus @ 22:43

tékk II.

Nú eru komnar niðurstöður í sorpvigtunarkönnuninni okkar. Vigtuðum allt það sorp sem fór í tunnu frá okkur í tvo mánuði. Niðurstaðan er að við framleiðum rétt innan við 1 kíló af sorpi á dag (nákvæmlega 880 g). Ég er ekki ósáttur við þetta þó að við gætum gert betur með því að jarðgera lífræna úrganginn. Þegar við tökum það skref þá fellur talan niður í 4-500 g á dag.

666!

Filed under: Ruglið — Jón Lárus @ 22:23

Síðasta færsla var númer 666 frá upphafi! Vona að það hafi ekki slæm áhrif.

Hringvegurinn

Filed under: Hjólreiðar — Jón Lárus @ 21:55

Náði í dag að hjóla samanlagt á árinu, sem samsvarar lengd hringvegarins á leið til og frá vinnu (1339 km skv. upplýsingum Vegagerðarinnar). Hef ekki náð þessu áður síðan ég byrjaði að hjóla. Gegt ánægður með þetta.

Bloggaðu hjá WordPress.com.