Strč prst skrz krk

2008-11-8

Testurtun

Filed under: Stjórnmál — Jón Lárus @ 12:17

Hildigunnur er að skipuleggja mótmæli við meðferð Breta á íslensku þjóðinni. Allir að mæta niður á höfn með tepoka og sturta úr honum í sjóinn kl. 14:40 á eftir.

Síðan er hægt að fara á Austurvöll og mótmæla aumingjaskap og aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda.

Vi har styr på det hele

Filed under: Ruglið,Stjórnmál — Jón Lárus @ 11:36

Í gær tók nú steininn úr þegar blessaðir ráðherrarnir okkar höfðu ekki hugmynd um að Pólverjalánið væri komið til sögunnar. Örugg og traust stjórn? Einmitt.

Helgarbrauðið

Filed under: Matur — Jón Lárus @ 11:09

að þessu sinni er rúgbrauð. Ekki kannski ódýrasta brauð, sem maður bakar en hrikalega gott. Sérstaklega rjúkandi heitt út úr ofninum.

Við notum eftirfarandi uppskrift, sem gefur 6 brauð ef bökuð í mjólkurfernum.

600 g heilhveiti
500 g rúgmjöl
300 g hveiti
2 msk salt
2 msk matarsódi
1-1,2 l súrmjólk eða ab-mjólk
5 dl síróp

Þurrefnunum blandað saman. Súrmjólkinni og sírópinu bætt út í og hrært vel saman. Ég nota handþeytara með deigkrókum, virkar mjög vel. Deiginu síðan skipt sem jafnast í bökunarílátið/in (mjólkurfernur í okkar tilviki) og bakað í 11-12 tíma við 100-110°C.

Hver myndi ekki vilja

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 11:01

byrja morguninn með ristuðu brauði með yin og yang merki? Eða þá Electrolux merkinu?
getur draumurinn ræst með þessu byltingarkennda tæki.

Bloggaðu hjá WordPress.com.