að þessu sinni er rúgbrauð. Ekki kannski ódýrasta brauð, sem maður bakar en hrikalega gott. Sérstaklega rjúkandi heitt út úr ofninum.
Við notum eftirfarandi uppskrift, sem gefur 6 brauð ef bökuð í mjólkurfernum.
600 g heilhveiti
500 g rúgmjöl
300 g hveiti
2 msk salt
2 msk matarsódi
1-1,2 l súrmjólk eða ab-mjólk
5 dl síróp
Þurrefnunum blandað saman. Súrmjólkinni og sírópinu bætt út í og hrært vel saman. Ég nota handþeytara með deigkrókum, virkar mjög vel. Deiginu síðan skipt sem jafnast í bökunarílátið/in (mjólkurfernur í okkar tilviki) og bakað í 11-12 tíma við 100-110°C.