Heyrði svo í 10 fréttum sjónvarpsins að neðan. Þar er í alvörunni ennþá verið að þylja upp gengi úrvalsvísitölunnar og hvaða fyrirtæki hækkuðu og lækkuðu í dag. Ég hélt nú að væri búið að slá svona hallærislegar fréttir (ef fréttir skyldi kalla) af.
2008-11-11
Var bara að spá
Hvernig ætli það sé með stofurnar í Versló, sem hétu eftir Landsbankanum, Glitni, Kaupþingi, FL group svo fáein séu nefnd. Ætli þeim hafi bara verið lokað eftir atburði síðustu vikna?