Frá því að við tókum inn net, síma og sjónvarp í gegnum ljósleiðara þá er ég búinn að vera á kafi í að ganga frá leiðslum og snúrum út um alla íbúð. Núna í dag kláraðist síðasti áfangi af þremur.
Fyrsti áfangi var að tengja allt saman. Síðan þurfti að ganga almennilega frá öllum þessum köplum og snúrum. Það var gert í tveimur áföngum. Sá síðari kláraðist í dag. Mjög ánægður með að þetta er búið.
2008-11-23
Leiðsluflækjur
Ái
Mbl.is þarf varla á prófarkalesurum að halda meðan þeir eru með skrifara á borð við þennan, eða hvað?
„Webber slasaðist er hann varð fyrir bíl í fjölþrautarkeppni í Tasmaníu í dag, en sjálfur reið hann torfæruhjóli. Brotnaði bein í hægri löpp og gekkst hann undir aðgerð vegna þess í dag. Komið var stálpinna fyrir í löppinni til að styðja við beinið meðan það gróir saman.“
Það þarf einbeittan brotavilja til að hnoða svona ósköpum saman.
Ósköpin eru ekki búin:
„Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús og fyrstu fregnir af slysinu voru á þá lund að hann hefði slasast alvarlega og hlotið beinbrot hér og þar um líkanna.
Síðar kom í ljós, að einungis brotnaði eitt bein í hægri löpp. „Mark er hress og að beinbrotinu frátöldu er hann vel á sig kominn.““
Hvar ætli mbl.is hafi fundið þennan snilling?