Strč prst skrz krk

2008-11-23

Ái

Filed under: Íslenska,Þríþraut,Formúla 1,Ruglið — Jón Lárus @ 01:07

Mbl.is þarf varla á prófarkalesurum að halda meðan þeir eru með skrifara á borð við þennan, eða hvað?

„Webber slasaðist er hann varð fyrir bíl í fjölþrautarkeppni í Tasmaníu í dag, en sjálfur reið hann torfæruhjóli. Brotnaði bein í hægri löpp og gekkst hann undir aðgerð vegna þess í dag. Komið var stálpinna fyrir í löppinni til að styðja við beinið meðan það gróir saman.“

Það þarf einbeittan brotavilja til að hnoða svona ósköpum saman.

Ósköpin eru ekki búin:

„Hann var fluttur með þyrlu á sjúkrahús og fyrstu fregnir af slysinu voru á þá lund að hann hefði slasast alvarlega og hlotið beinbrot hér og þar um líkanna.

Síðar kom í ljós, að einungis brotnaði eitt bein í hægri löpp. „Mark er hress og að beinbrotinu frátöldu er hann vel á sig kominn.““

Hvar ætli mbl.is hafi fundið þennan snilling?

4 athugasemdir »

  1. Þríþraut? 😮

    Athugasemd af hildigunnur — 2008-11-23 @ 01:17 | Svara

  2. Síðan hvenær er fótur orðinn löpp í blaðamáli?

    Maðurinn tók þátt í þríþrautarkeppni. Það tókst ekki að koma því til skila.

    Gróir saman, eruði ekki að grínast?

    Fyrir utan ofantalin atriði er ekki einu sinni samhengi í frásögninni. Var leikskóli í starfskynningu?

    Athugasemd af Jón Lárus — 2008-11-23 @ 01:24 | Svara

  3. Væri það ekki þríþrautakeppni? Margar þrautir?
    Þetta er hræðilegt, en það er reyndar líklegt að frumtextinn hafi ekki verið neitt sérlega góður og eins og Erla Hlyns benti á um daginn, er oft verið að keppast við um að koma með fréttina fyrstur. Mér finnst þó persónulega að fjölmiðlar eigi að leggja meiri áherslu á vandað mál en að vera fyrstir með ólæsilegt bull.

    Athugasemd af Kristín í París — 2008-11-23 @ 08:31 | Svara

  4. Hm, jú það væri alveg rétt að segja þríþrautakeppni. Það er hins vegar alltaf talað um þríþrautarkeppnir. Ég býst við að hugsunin sé sú að þrautin sé samansett úr þremur greinum.
    Algjörlega sammála um að menn ættu að vanda sig. Taka kannski fimm mínútum lengri tíma og renna yfir textann. Myndi örugglega skána mikið við það.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2008-11-24 @ 19:04 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: