Föndurdagur Austurbæjarskóla er alltaf haldinn um þetta leyti ársins. Þarna er hægt að gera alls konar hluti. Skreyta piparkökur, gera jólakort, skera út laufabrauð svo fátt eitt sé nefnt. Ég lét plata mig til að taka að mér eina vakt í laufabrauðssteikingu.
Annað skiptið á ævinni, sem ég læt hafa mig út í svona nokkuð. Ætli að fyrra skiptið hafi ekki verið fyrir fjórum árum, þegar Fífa var í sjöunda bekk. Þá var ég alveg grænn og vissi ekki hvað sneri upp né niður á laufabrauði. Var aðeins vissari núna um hvernig ætti að fara að þessu þótt maður væri svolítið smeykur þegar einhverjir komu með virkilega vel útskorin brauð til steikingar.
Steikingin gekk annars bara nokkuð vel. Það var alveg brjálað að gera. Frá því ég mætti á mína vakt þá var biðröð með laufabrauð í steikingu allan tímann nema rétt í lokin. Ég þurfti að taka aukavakt því sá eða sú, sem átti að taka við af mér lét ekki sjá sig. Þessir tveir tímar í laufabrauðssteikingunni flugu samt áfram. Fannst ég rétt að vera að byrja þegar seinni vaktin kláraðist og kominn tími á að fara á mótmælafund.
Flott að þú sért kominn með reynslu, þá verður þú settur í steikingarnar hjá fjölskyldulaufabrauðsgerðinni næstu helgi 😉 hehe
Athugasemd af Vælan — 2008-11-29 @ 23:37 |
MMMMMMmmmmm!
Heitir afskurðir eru vibbalega góðir.
Ég er alltaf á pottinum, frekar slappur í dúlleríinu að skera út.
Athugasemd af Þorbjörn — 2008-11-30 @ 10:27 |
Væla, haha, þetta var nákvæmlega það sem ég sagði við hann… 😛
Athugasemd af hildigunnur — 2008-11-30 @ 11:18 |
Garg! Ég er lentur í vítahring.
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-11-30 @ 12:06 |
Sé þig alveg fyrir mér steikja. Annars væri gaman að vera með ykkur næstu helgi en við hugsum bara vel til ykkar.
Athugasemd af helgam — 2008-12-1 @ 17:53 |
🙂
Athugasemd af Jón Lárus — 2008-12-13 @ 20:11 |