Ég þurfti að fara í banka í gær. Hafði fengið greitt með ávísun og þurfti að skipta henni. Skrapp í hádeginu. Þegar ég kom í bankann var verið að afgreiða nr. 104, ég fékk nr. 121. Sá að ég hefði örugglega tíma til að skjótast í Bónus við hliðina. Gerði það. Var meira að segja ekkert allt of fljótur og var svolítið smeykur um að ég væri búinn að missa af mínu númeri. Aldeilis ekki. Þegar ég kom aftur inn í bankann var verið að afgreiða nr. 111. Ég sá þá að ég gæti örugglega skotist út í hraðbanka til að taka út smápening á meðan ég biði eftir afgreiðslunni. Gerði það og þegar ég kom til baka þá var verið að afgreiða nr. 115. Þurfti svo enn að bíða góða stund þar til röðin kom að mér. Eins gott að þurfa ekki að standa í svona löguðu á hverjum degi.
2008-12-11
Hvað er svo málið
með allar þessar fréttir á mbl.is þar sem Göran Persson lætur gamminn geysa um ástandið á klakanum. Þetta er þriðji dagurinn í röð þar sem hann lætur hafa eftir sér að þetta verði erfitt fyrir Íslendinga og byrðarnar eigi eftir að dreifast á alla o.s.frv. o.s.frv. Nýjasta fréttin í seríunni er hér.
Hvernig er það eru Geir og Ingibjörg og Davíð hætt að þora að segja okkur þetta í eigin persónu og láta einhvern Svía um þetta?