Strč prst skrz krk

2008-12-11

Bankabasl

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 23:30

Ég þurfti að fara í banka í gær. Hafði fengið greitt með ávísun og þurfti að skipta henni. Skrapp í hádeginu. Þegar ég kom í bankann var verið að afgreiða nr. 104, ég fékk nr. 121. Sá að ég hefði örugglega tíma til að skjótast í Bónus við hliðina. Gerði það. Var meira að segja ekkert allt of fljótur og var svolítið smeykur um að ég væri búinn að missa af mínu númeri. Aldeilis ekki. Þegar ég kom aftur inn í bankann var verið að afgreiða nr. 111. Ég sá þá að ég gæti örugglega skotist út í hraðbanka til að taka út smápening á meðan ég biði eftir afgreiðslunni. Gerði það og þegar ég kom til baka þá var verið að afgreiða nr. 115. Þurfti svo enn að bíða góða stund þar til röðin kom að mér. Eins gott að þurfa ekki að standa í svona löguðu á hverjum degi.

2 athugasemdir »

  1. já, úff maður! Ég þurfti að reyna þrisvar að skipta minni sambærilegu ávísun (ekort borgun til baka fyrir árið), samt voru ekki nema 3 á undan mér í fyrsta skiptið, bakkaði út úr bankanum í annað skiptið og fór síðan í Landsbankann í Hafnarfirði í þriðja skipti og gekk beint að gjaldkera. Allir með endalaus flókin erindi, enda fer væntanlega nánast enginn til gjaldkera með einfaldar millifærslur og innlagnir lengur.

    Athugasemd af hildigunnur — 2008-12-12 @ 09:10 | Svara

  2. Heh, já. Einn af þessum, sem var á undan mér var í röðinni frá nr. 108 til 118. Þokkalega flókið erindi.

    Athugasemd af Jón Lárus — 2008-12-13 @ 20:09 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: