Strč prst skrz krk

2008-12-13

Við erum alltaf að

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 22:11

gera ýmiss konar kannanir. Undanfarin tvö ár þá höfum við tekið saman öll matarinnkaup á tveggja til þriggja mánaða fresti. Ekkert flókið. Tökum bara alla strimla í matvörubúðum og hendum svo inn í excel. Við byrjuðum á þessu u.þ.b. hálfu ári áður en matarskatturinn var lækkaður. Við vildum reyna að sjá hvort lækkunin á honum hefði einhver áhrif. Svo höfum við haldið þessu áfram. Allavega hér kemur listinn:

okt. ’06 92.139
jan. ’07 83.906
mars ’07 77.295
maí ’07 94.508
ág. ’07 88.440
okt. ’07 100.244
jan. ’08 81.112
apr. ’08 99.909
ág. ’08 119.305
nóv. ’08 92.560

Þetta segir kannski ekki voða mikið en þangað til í byrjun bankakreppu þá leyfðum við okkur bara ýmislegt í mat. Síðasta mælingin (nóv. ’08) er hins vegar niðurstaða eftir mjög mikinn niðurskurð á matarútgjöldum. Hef svo heldur ekki hugmynd um hvort þetta er mikið eða lítið miðað við matarútgjöld almennt. Væri gaman að fá komment á það.

Auglýsingar

5 athugasemdir »

 1. hvað í ósköpunum vorum við eiginlega að borða þarna í ágúst?

  Athugasemd af hildigunnur — 2008-12-13 @ 22:18 | Svara

 2. Tja, góð spurning. Grilluðu ljónslappirnar náttúrlega ekki ódýrar…

  Athugasemd af Jón Lárus — 2008-12-13 @ 22:53 | Svara

 3. æjá, rétt… 😛

  Athugasemd af hildigunnur — 2008-12-13 @ 23:12 | Svara

 4. kva þetta er júní, júlí og ágúst ekki satt? ekkert sérlega flókið.. GRILL!

  Athugasemd af Vælan — 2008-12-14 @ 00:57 | Svara

 5. Sumarfrí, grilltíð, taumlaus neysluhyggja. Gat bara endað á einn veg…

  Athugasemd af Jón Lárus — 2008-12-14 @ 21:30 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: