að vera þvílíkt dugleg um helgina. Sérstaklega þó í dag þar sem náðist að rúlla upp hverju verkefninu á fætur öðru. Hildigunnur listar þetta allt saman samviskusamlega upp hérna.
Skaut mig samt pínulítið í fótinn í einu verkefninu. Það var farið að marra í hjörunum á einni hurðinni hérna. Loksins pirraði það mig nógu mikið til að ég fann til maskínuolíu og smurði kvikindið. Virkaði fínt. Hætti alveg að marra. Hins vegar fellur hún alltaf að stöfum í staðinn. Ekki viss um að mér finnist það minna pirrandi.
Kann einhver húsráð við slíkum vandræðum?