Strč prst skrz krk

2008-12-21

Við erum búin

Filed under: Húsið — Jón Lárus @ 23:42

að vera þvílíkt dugleg um helgina. Sérstaklega þó í dag þar sem náðist að rúlla upp hverju verkefninu á fætur öðru. Hildigunnur listar þetta allt saman samviskusamlega upp hérna.

Skaut mig samt pínulítið í fótinn í einu verkefninu. Það var farið að marra í hjörunum á einni hurðinni hérna. Loksins pirraði það mig nógu mikið til að ég fann til maskínuolíu og smurði kvikindið. Virkaði fínt. Hætti alveg að marra. Hins vegar fellur hún alltaf að stöfum í staðinn. Ekki viss um að mér finnist það minna pirrandi.

Kann einhver húsráð við slíkum vandræðum?

Það er ekki smá

Filed under: Hjólreiðar — Jón Lárus @ 22:38

sem er orðið auðveldara að hjóla á veturna hér í bæ. Stígarnir eru ruddir núna og sandbornir um leið og kemur snjókorn úr lofti. Einu vandræðin eru þegar maður þarf að fara út af stígnum og hjóla út á götu eða á gangstéttum. Þá getur maður lent í erfiðum aðstæðum. Hef haldið það út fram að þessu að hjóla í vinnuna. Strækaði samt á það á föstudaginn, því þá hafði bæst við mikill snjór og ég sá fram á að færið gæti orðið slæmt.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.