Strč prst skrz krk

2008-12-29

Finnur nákvæmi

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 18:15

Finnur fékk að gista hjá ömmu sinni og afa eftir boðið á jóladag. Finnur og amma hans voru búin að plana að fara í sund morguninn eftir og guttinn hlakkaði ógurlega til. Svo gerðist það um nóttina að afi hans veiktist og þurfti að fara upp á spítala (ekkert alvarlegt, sem betur fer). Morguninn eftir sagði amma Finns við hann: „Þú verður líklega að fá Bjössa (bróður minn) til að fara með þér í sund því afi þinn er uppi á spítala.“ Finnur: „Ekkert mál amma, ég tala bara við Bjössa.“ Síðan fór hann inn til Bjössa og sagði: „Góðan daginn Bjössi, nú er klukkan 9:42 og kominn dagur. Geturðu komið með mér í sund?“ Bjössi, alveg grútmyglaður: „Er ekki í lagi að ég sofi klukkutíma í viðbót?“ Finnur, jú, jú ekkert mál.

Nákvæmlega klukkutíma síðar var Bjössi vakinn aftur. Maður getur alveg ímyndað sér hvernig það hefur hljómað.

Topp 9 vínin 2008

Filed under: Vín — Jón Lárus @ 16:11

Fyrsti listinn sem ég tek saman yfir bestu vín smökkuð á árinu. Þessar upplýsingar er orðið auðvelt að nálgast eftir að ég tengdist CellarTracker.

Louis Roederer Champagne Cristal Brut, 1996, Frakkland. 95
Lucien Le Moine Pernand-Vergelesses 1er Cru Sous Frétille, 2004, Frakkland. 94
Kay Brothers Shiraz Hillside Amery Vineyards, 2002, Ástralía. 93
Perrier-Jouët Champagne Belle Epoque, 1995, Frakkland. 93
Château Margaux, 1997, Frakkland. 93
Château Lascombes, 2003, Frakkland. 93
d’Arenberg Shiraz the Dead Arm, 2004, Ástralía. 93
Brown Brothers Cabernet Sauvignon Patricia, 2002, Ástralía. 92
Veuve Clicquot Champagne Brut Rosé Vintage, 2002, Frakkland. 91

Alls sex Frakkar og þrír Ástralir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.