Finnur fékk að gista hjá ömmu sinni og afa eftir boðið á jóladag. Finnur og amma hans voru búin að plana að fara í sund morguninn eftir og guttinn hlakkaði ógurlega til. Svo gerðist það um nóttina að afi hans veiktist og þurfti að fara upp á spítala (ekkert alvarlegt, sem betur fer). Morguninn eftir sagði amma Finns við hann: „Þú verður líklega að fá Bjössa (bróður minn) til að fara með þér í sund því afi þinn er uppi á spítala.“ Finnur: „Ekkert mál amma, ég tala bara við Bjössa.“ Síðan fór hann inn til Bjössa og sagði: „Góðan daginn Bjössi, nú er klukkan 9:42 og kominn dagur. Geturðu komið með mér í sund?“ Bjössi, alveg grútmyglaður: „Er ekki í lagi að ég sofi klukkutíma í viðbót?“ Finnur, jú, jú ekkert mál.
Nákvæmlega klukkutíma síðar var Bjössi vakinn aftur. Maður getur alveg ímyndað sér hvernig það hefur hljómað.
🙂
Vonandi batnar afanum fljótt og vel.
Athugasemd af Harpa J — 2008-12-29 @ 22:42 |
tíhí
Hann er á góðum batavegi, takk Harpa.
Athugasemd af hildigunnur — 2008-12-29 @ 23:54 |