Strč prst skrz krk

2009-01-11

Okur dauðans

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 11:34

Við Hildigunnur skelltum okkur í Húsasmiðjuna í gær. Ætluðum að athuga með jólaseríur á niðursettu verði og svo króka til að geta hengt hjólin okkar upp í loft niðri í þvottahúsi.

Við fundum jólaseríu á allt í lagi verði og fundum svo krókal, sem mér leist ágætlega á. Gáði samt ekki að því hvað þeir kostuðu. Þegar við vorum búin að gera kaupin fannst mér þetta undarlega dýrt. Skoðaði miðann. Þá kostuðu skrambans krókarnir næstum 900 kr. stykkið! Tveir bognir járnbútar með tveimur götum! Ég hefði búist við svona 100-200 kr. í mesta lagi.

Klárt að þessu verður skilað.

7 athugasemdir »

 1. Jón Lárus:

  BRRYYYYYNJAAAA!

  Athugasemd af Vælan — 2009-01-11 @ 15:26 | Svara

 2. Við fórum í Brynju. Byrjum alltaf á því. Þar var bara því miður ekki til svona dót.

  Við verslum við Brynju ekki bara vegna þess að hún er sú byggingavöruverslun, sem er næst okkur heldur líka vegna þess að oft er hún ódýrari en Byko og Húsó. Fákeppni hvað?

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-01-12 @ 00:17 | Svara

 3. ég segi að Brynja sé toppurinn á samkeppninni.

  Athugasemd af Jón Heiðar — 2009-01-12 @ 22:13 | Svara

 4. ég var einmitt að skoða snaga í Húsasmiðjunni um daginn. ótrúlegt okur á þessu drasli.

  Athugasemd af baun — 2009-01-13 @ 20:06 | Svara

 5. Jebb, Jón og baun. Oft, sem Brynja er ódýrari en okurbúllurnar BYKO og Húsó. Sem sýnir bara hvað álagningin hlýtur að vera svaðaleg þar.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-01-13 @ 22:12 | Svara

 6. Það eru til fínir svona krókar í IKEA, amk hér í Frakklandi. Hins vegar veit ég ekkert hvað þetta kostar, hvorki hér né þar.

  Athugasemd af parisardaman — 2009-01-14 @ 07:19 | Svara

 7. Parísardama, það er útilokað annað en þeir séu miklu ódýrari en það, sem okkur er boðið upp á hér.
  Ég fór svo og skilaði litlu ræflunum, sem ég keypti. Fékk í staðinn upphengi, sem líta út fyrir að vera smá smíð. Þeir voru litlu dýrari en þeir, sem ég keypti upphaflega.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-01-14 @ 20:31 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: