Strč prst skrz krk

2009-01-23

Stelpurnar

Filed under: Afmæli,Fjölskyldan — Jón Lárus @ 19:59

dekruðu ekkert smá við mig í morgun á bónda og afmælisdaginn minn. Vöktu mig klukkan hálf átta í kanadískar pönnukökur. Ekki slæmt að vera vakinn og fá rjúkandi heita klatta með hlynsírópi í morgunmat.

Deigið í pönnukökurnar hafði verið útbúið með mikilli leynd meðan ég og Freyja skruppum á mótmælin í gærkvöldi (komu sér víst vel þessar auka fimm mínútur sem við ákváðum að vera lengur niðurfrá). Síðan vöknuðu þær eldsnemma til að steikja. Sendu svo Finn niður til að vekja okkur Hildigunni þegar allt var tilbúið. Ég var algerlega grunlaus og áttaði mig fyrst á leið upp stigann þegar ég fann pönnukökuilminn.

Ekkert smá ánægður með þessa krakka, sem við eigum.

Auglýsingar

9 athugasemdir »

 1. Gaman að vera vakinn? Ókei, jú ég skil það kannski í þessu tilfelli. Góðir foreldrar eiga góða krakka, svona alla jafna.

  Athugasemd af parisardaman — 2009-01-23 @ 20:21 | Svara

 2. Gleymdi náttúrulega aðalatriðinu: Til hamingju með daginn!

  Athugasemd af parisardaman — 2009-01-23 @ 20:22 | Svara

 3. innilega til hamingju með afmælið Jón Lárus! (það er akkúrat vika í mitt, mundu nú að senda mér kveðju þá)*

  *þetta var doldið grín

  Athugasemd af baun — 2009-01-23 @ 21:57 | Svara

 4. til hamingju með afmælið kæri mávur 😀

  Athugasemd af vælan — 2009-01-23 @ 22:10 | Svara

 5. en hver er annars munurinn á kanadískum og amerískum pönnukökum?

  Athugasemd af vælan — 2009-01-23 @ 22:11 | Svara

 6. Hahaha, parísardama. Yfirleitt er ekki sérlega gaman að vera vakinn. En þegar rjúkandi heitar pönnukökur bíða manns þá er það hreint ekki svo slæmt.
  Baun, klikka ekki á því 😉
  Takk annars allar fyrir afmæliskveðjurnar.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-01-23 @ 22:13 | Svara

 7. Væla, er búinn að vera að bíða eftir þessari spurningu. Gerði þetta af skömmum mínum að kalla þær kanadískar…

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-01-23 @ 22:14 | Svara

 8. baun, tíhí reynum að muna þetta 😀

  Athugasemd af hildigunnur — 2009-01-23 @ 22:38 | Svara

 9. og Væla, Kanada er í Ameríku, síðast þegar ég vissi, frekja í þessum Bandaríkjamönnum að einoka Ameríkuheitið… 😛

  Athugasemd af hildigunnur — 2009-01-23 @ 22:39 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: