Tók fyrstu þannig æfinguna á árinu um helgina (nei ekki tónbilaþjálfun).
Hef ekki hugmynd um hvað þetta er kallað á íslensku en ég tók 10 sinnum 90 sekúndna spretti með 60 sekúndna pásu á milli. Ógeðslega erfitt. Sérstaklega þegar var komið að spretti 6, 7 og 8. Númer 9 og 10 eru svo sálrænt auðveldari af því þá veit ég að þetta er að verða búið. Var ánægður með hvað formið virðist hafa dalað lítið yfir veturinn eins og gerist svo oft.
2009-02-23
Interval training
2009-02-21
Level 2
Við vorum að búa til tortillur áðan (verðum með chimichangas í matinn). Finnur var mjög áhugasamur um þetta og vildi endilega fá að prófa að steikja tortillurnar. Við leyfðum honum að prófa og það gekk bara ágætlega hjá honum (nema þegar hann gleymdi sér við að slá niður loftbólurnar, sem mynduðust í deiginu). Eftir það passaði hann sig vel og tók hreinlega við steikingunni. Þegar voru bara ein eða tvær tortillur eftir þá sagði hann við mig: „Pabbi, ég verð örugglega kominn upp á level 2 þegar ég verð búinn að steikja þetta“. Fífa sprakk úr hlátri þegar hún heyrði þetta.
2009-02-19
Innrás!
Lagningadagar í MH þessa vikuna. Árshátíð hjá þeim í kvöld. Fífa fór út að borða með vinum sínum. Kom síðan heim ásamt 4 eða 5 þeirra og lagði undir sig sjónvarpsherbergið. Við Hildigunnur bjuggum um okkur uppi. Nú eru þau farin að spila eitthvað. Ég veit ekki hvað við höldum þetta leng
2009-02-17
Ekki smá
búinn eftir boltann í kvöld. Komst heim á síðustu adrenalíndropunum bara af því það var meðvindur.
Nú þarf maður
að fara að spá í hvaða kryddjurtum maður á að sá fyrir. Alveg að koma sá tími ársins. Ætli maður taki ekki steinselju og timjan eða oregano. Látum orðið duga að kaupa basil og eigum svo rósmaríntré í forstofunni. Ætli það sé ekki orðið þriggja til fjögurra ára gamalt.
2009-02-13
Davíð
segist ekki ætla að hlaupa frá hálfkláruðu verki. Þetta er náttúrlega alveg satt hjá honum. Það eru ennþá nokkur fyrirtæki, sem eru ekki komin á hausinn. Ekki nema 14.000 manns án vinnu. Það verður að klára dæmið…
2009-02-11
1234567890
Var að enda við að skrá mig inn á flettishóp þeirra sem ætla að fylgjast með UNIX tímastimpli verða 1234567890. Gerist víst föstudaginn 13. Getur þetta orðið mikið svartara en það?
2009-02-7
Óvænt endalok
Finnur og félagi hans ákváðu að fara í bíó í dag. Pabbi vinar hans ætlaði að sjá um skutl fram og til baka. Síðan kom óvænt eitthvað upp á þannig að hann bað mig um að redda heimferðinni. Ég taldi að það hlyti að vera hægt að bjarga því við, jafnvel þótt Hildigunnur væri á tónleikum og þess vegna ekki hægt að ná í hana. Hún ætlaði meira að segja að skutlast með Fífu á milli tónleika og óvíst hvort hún kæmi heim á milli þannig að það var pínulítið meira en að segja það að ná í hana (ekkert víst að hún kveikti á símanum eftir tónleikana). Ég ákvað því að það væri best að fara niður í Ráðhús þar sem Fífa var að syngja og ná á hana þar.
Þetta var um þrjúleytið og ég þurfti ekki að vera kominn niðureftir fyrr en hálffimm. Ég ákvað því að drífa mig út að skokka. Þar sem ég var kominn á Skothúsveg mæti ég Hildigunni. Hún stoppar á ljósunum á rauðu. Ég hleyp til baka snarast inn í bílinn og næ að útskýra málið fyrir henni. Ljósin skipta yfir í grænt og ég hoppa út og held áfram með hringinn. Væri gaman að vita hvað fólkið í bílnum fyrir aftan hefur haldið um þetta.
2009-02-5
Eins gott
að makarnir, sem voru færðar eignir korteri fyrir bankahrun séu ekki af þessari dýrategund.
Ætli bensínstöð
Orkunnar við Miklubraut hljóti ekki að vera kölluð fæðingarheimilið núna? Annað barnið á sex mánuðum sem kom í heiminn þar á planinu núna í morgun.
2009-02-3
Ótrúlegur
munur sem er að hjóla í bænum núorðið að vetrarlagi. Stígurinn meðfram Sæbrautinni er núorðið ruddur og sandborinn snemma á hverjum morgni þegar hefur verið einhver snjókoma. Annað en fyrir nokkrum árum þegar þekktist ekki að stígar og gangstéttar væru ruddar. Ánægður með þetta hjá borginni.
Varðhundarnir
strax byrjaðir að gjamma. Hannes Hólmsteinn og Halldór Blöndal báðir með vælgreinar í dag. Svei því.
2009-02-2
Fasteignagjöldin
Við erum ekki ósátt við fasteignagjöldin að þessu sinni. Skiluðum inn einni ruslatunnu í haust og erum bara með eina núna fyrir húsið. Bara þetta atriði lækkaði fasteignagjöldin um 12.000 kall. Munar um minna. Á móti hækkuðu reyndar einhverjir aðrir liðir þannig að í heildina lækkuðu fasteignagjöldin um 7.000 kall. Má samt alveg notast við þetta.