Strč prst skrz krk

2009-02-7

Óvænt endalok

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 21:31

Finnur og félagi hans ákváðu að fara í bíó í dag. Pabbi vinar hans ætlaði að sjá um skutl fram og til baka. Síðan kom óvænt eitthvað upp á þannig að hann bað mig um að redda heimferðinni. Ég taldi að það hlyti að vera hægt að bjarga því við, jafnvel þótt Hildigunnur væri á tónleikum og þess vegna ekki hægt að ná í hana. Hún ætlaði meira að segja að skutlast með Fífu á milli tónleika og óvíst hvort hún kæmi heim á milli þannig að það var pínulítið meira en að segja það að ná í hana (ekkert víst að hún kveikti á símanum eftir tónleikana). Ég ákvað því að það væri best að fara niður í Ráðhús þar sem Fífa var að syngja og ná á hana þar.
Þetta var um þrjúleytið og ég þurfti ekki að vera kominn niðureftir fyrr en hálffimm. Ég ákvað því að drífa mig út að skokka. Þar sem ég var kominn á Skothúsveg mæti ég Hildigunni. Hún stoppar á ljósunum á rauðu. Ég hleyp til baka snarast inn í bílinn og næ að útskýra málið fyrir henni. Ljósin skipta yfir í grænt og ég hoppa út og held áfram með hringinn. Væri gaman að vita hvað fólkið í bílnum fyrir aftan hefur haldið um þetta.

2 athugasemdir »

  1. Nú, það hefur hugsað að maðurinn væri svolítið þreyttur og þyrfti aðeins að setjast niður… um leið og það læsti öllum dyrum með centrallásnum.

    Athugasemd af Fríða — 2009-02-8 @ 12:24 | Svara

  2. Hahaha, Fríða. Vissara með svona brjálæðing í nágrenninu…

    Athugasemd af Jón Lárus — 2009-02-8 @ 23:28 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: