Strč prst skrz krk

2009-03-21

Illgresi

Filed under: Uncategorized — Jón Lárus @ 23:59

Ég veit að þið trúið þessu ekki en ég þurfti að reyta arfa í garðinum núna í vikunni! Sóleyjarnar (skriðsóleyjar) sem ég hef verið að berjast við hérna í garðinum frá því við fluttum hingað voru komnar á stjá. Fann fjögur eða fimm eintök, sem voru orðin vel þroskuð. Og það er mars! Maður á ekki að þurfa að reyta arfa í mars!

Nokkrar Loppumyndir

Filed under: Myndir — Jón Lárus @ 00:03

Í gærkvöldi þegar við vorum að borða var svo heitt að við vorum öll alveg að bráðna. Opnuðum eldhúsgluggann til að kæla okkur niður. Loppa náttúrlega mætti á svæðið eins og skot og valsaði inn og út um gluggann. Þangað til að henni datt í hug að klifra upp á hann og svo í framhaldi af því upp á annan glugga á stigaganginum upp á risið. Hérna nokkrar myndir, sem Freyja tók.

Loppa trónir á opnanlega faginu

Annað sjónarhorn

Gluggagægir

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.