Bernie Ecclestone, sá sem ræður í raun öllu í Formúlu 1 keppninni, sé íslenskur útrásarvíkingur í a.m.k. aðra ættina. Gróðahyggjan er svo alger að ekkert annað kemst að. Engin virðing er borin fyrir sögunni og arfleifðinni. Brautum, sem keppt hefur verið í yfir 50 ár, er hent út af keppnislistanum án þess að blikka auga. Nýjasta snilldin hjá honum var að Ástralíukappaksturinn og Malasíukappaksturinn voru færðir til þannig að keppt væri síðar á deginum. Allt til að Evrópubúar gætu sofið aðeins lengur frameftir. Gekk svo sem allt í lagi í Ástralíu. Hins vegar gleymdu menn að taka í reikninginn (eða horfðu framhjá) að í Malasíu þá rignir alltaf á þessum tíma dags á þessum árstíma. Afleiðingin varð náttúrlega sú að ekki var hægt að ljúka kappakstrinum því brautin breyttist í fljót. Og hver ætli hafi nú staðið fyrir því að dreifa keppnum um allar trissur þótt lítið sé fylgst með F1 annars staðar en í Evrópu? Jú, Bernie Ecclestone.
2009-04-5
2 athugasemdir »
RSS feed for comments on this post. TrackBack URI
jamm, það er þetta með common sense sem vantar algerlega þarna – eins og hjá bannsettum víkingunum…
Athugasemd af hildigunnur — 2009-04-5 @ 21:37 |
Heh, já.
Athugasemd af Jón Lárus — 2009-04-7 @ 11:45 |