í ár hjá okkur Fífu líta svona út:
Bæði eggin saman.
og svo mitt egg.
Gerðum eggin í gær og settum þau svo saman í dag. Lentum í smá basli, því við fundum ekki mótið fyrir fótinn. Eftir mikla, árangurslausa leit, ákváðum við að láta þau bara liggja. Mótið á örugglega eftir að dúkka upp síðar.
[…] við að fela páskaegg í ár, Fífa og pabbi hennar búa til sín eigin egg (sjá hér) og þora ekki að láta fela, Finnur heimtaði að fela mitt, Fífa felur Freyju egg og Freyja […]
Bakvísun af slepp alveg « tölvuóða tónskáldið — 2009-04-11 @ 20:00 |
haha, þið leitið ekki að páskaeggjum, bara mótinu af fætinum 😀
Athugasemd af hildigunnur — 2009-04-11 @ 21:21 |
He, he. Já ætli það ekki bara.
Verst að það eru engar vísbendingar 😦
Athugasemd af Jón Lárus — 2009-04-11 @ 21:30 |
Hvahh, ég er sannfærð um að einhvern tíma hafið þið leyst flóknari vanda en að móta fót??? Til dæmis í muffins formi?
Athugasemd af ella — 2009-04-11 @ 23:06 |
Hei, já ella. Góð hugmynd. Höfum þetta í huga ef við höfum ekki enn fundið mótið á næstu páskum.
Athugasemd af Jón Lárus — 2009-04-12 @ 13:42 |