frumflutningi á verki hjá Hildigunni af Kvennakór Reykjavíkur þá ákváðum við að splæsa einni flottri hvítvínsflösku. Áttum eina Puligny-Montrachet 1er cru ’99 frá Etienne Sauzet. Alveg gríðarlega gott vín, sem passaði fullkomlega með kræklingunum, sem við nösluðum með.
Allavega, ég gaf Fífu að smakka á víninu og spurði hana hvað henni fyndist um það. Hún sagði að það væri betra en síðasta vín, sem ég hefði gefið henni að smakka á. Og hvaða vín var það aftur, spurði ég? Það var eitthvað með perubrjóstsykursbragði, mér fannst það ekki gott. En hvaða bragð myndirðu þá segja að væri af þessu víni? Svona hvítvínsbragð, hljómaði svarið.
Upprennandi vínþekkjari hún frænka mín – það er alveg ljóst 🙂
Athugasemd af Imba — 2009-05-4 @ 19:17 |
Okkur foreldrunum fannst þetta a.m.k. mjög fyndið.
Athugasemd af Jón Lárus — 2009-05-5 @ 23:58 |
Bíddu, hvenær varð Fífa tvítug…
Athugasemd af Þorbjörn — 2009-05-6 @ 08:47 |
Hvar fékkstu krækling?
Athugasemd af Arnar — 2009-05-6 @ 20:27 |
Ha, Þorbjörn, misstirðu af því?
Arnar, komumst í samband við mann, sem gat útvegað okkur slatta af kræklingi.
Athugasemd af Jón Lárus — 2009-05-7 @ 20:48 |