Strč prst skrz krk

2009-05-7

Var búinn

Filed under: Garðurinn — Jón Lárus @ 23:46

að plotta að fara út í garð eitthvert kvöldið og hreinsa upp drasl, sprek og sinu. Jafnvel klippa berjarunnana aðeins til líka. Það hefur hins vegar alltaf verið svo mikil gjóla (fyrir utan kannski á þriðjudagskvöldið þegar ég var á fundi og ekki kominn heim fyrr en rúmlega níu) að mig hefur bara ekkert langað út í garð. Skánar vonandi um helgina.

Shortcut

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 12:27

Finnur fór í snoðklippingu í fyrradag; hann kallar það shortcut. Kemur verulega vel út á honum. Hann var búinn að hlakka til þess í lengri tíma að geta farið í klippingu. Það kom svo í ljós að klippingin var gerð á mjög heppilegum tíma því í gær var tekin bekkjarmynd í skólanum, sem við vissum ekkert um að stæði til.

Hérna er svo mynd af guttanum.

Gaur með shortcut

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.