Strč prst skrz krk

2009-05-7

Shortcut

Filed under: Fjölskyldan — Jón Lárus @ 12:27

Finnur fór í snoðklippingu í fyrradag; hann kallar það shortcut. Kemur verulega vel út á honum. Hann var búinn að hlakka til þess í lengri tíma að geta farið í klippingu. Það kom svo í ljós að klippingin var gerð á mjög heppilegum tíma því í gær var tekin bekkjarmynd í skólanum, sem við vissum ekkert um að stæði til.

Hérna er svo mynd af guttanum.

Gaur með shortcut

Auglýsingar

7 athugasemdir »

 1. haha, já kennarinn skrifaði um bekkjarmyndina og sagði að strákarnir hefðu fengið gel í hárið – ég er ekki viss um að Finnur hafi fengið gel…

  Athugasemd af hildigunnur — 2009-05-7 @ 13:49 | Svara

 2. Þetta er sko shortcut fyrir allan peninginn!

  Athugasemd af Hjálmar — 2009-05-7 @ 18:31 | Svara

 3. Hildigunnur, veit ekki alveg hvar hefði átt að klína því í hann. Hjálmar, svolítið flott klipping ekki satt?

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-05-7 @ 20:33 | Svara

 4. Ég er að reyna að nota þetta til að sannfæra Kára. Gengur ekki vel.

  Athugasemd af parisardaman — 2009-05-9 @ 17:27 | Svara

 5. Þetta er náttúrlega hrikalega þægilegt. Hef prófað einu sinni en er ekki með nógu gott höfuðlag í svona klippingu. Þetta fer hins vegar Finni vel.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-05-9 @ 20:04 | Svara

 6. Heyrðu, ég prófaði að nota hanakambstálbeitu. Gúgglaði myndir af hanakömbum og fann þessa fínu mynd af Finni frá því í fyrra. Kári kolféll fyrir því, he he.

  Athugasemd af parisardaman — 2009-05-11 @ 21:37 | Svara

 7. Hei, snilld! Kannski verður hann þá til í shortcut á næsta ári.

  Athugasemd af Jón Lárus — 2009-05-11 @ 22:48 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: