Strč prst skrz krk

2009-05-13

Ljótur hálfviti

Filed under: Stríðni,Vinnan — Jón Lárus @ 23:45

Einhvern tímann um daginn þurfti ég að skjótast í vinnuna um helgi. Man ekki alveg hvað ég var að vesenast en Freyja kom með mér. Sinnti mínum erindum, tók svona 10-15 mínútur. Á leiðinni út langaði Freyju voðalega til að kíkja inn í æfingasalinn okkar. Ég lét það eftir henni. Þar var þá einn af meðlimum Ljótu hálfvitanna að lyfta, skeggprúður mjög. Á leiðinni niður stigann spurði hún hver þetta hefði verið með þetta mikla skegg. Ég sagði að þetta væri ljótur hálfviti. Hún varð svolítið hvumsa við og spurði eitthvað frekar um þetta. Ég mjólkaði þetta aðeins betur og kjálkinn á Freyju seig sífellt lengra niður, ekki vön að pabbi hennar talaði svona illa um fólk. Þegar ég sagði henni svo hvernig í málinu lægi fannst henni þetta bara pínulítið fyndið.

3 athugasemdir »

  1. 🙂

    Athugasemd af Harpa J — 2009-05-14 @ 09:19 | Svara

  2. 😉

    Athugasemd af Jón Lárus — 2009-05-14 @ 23:47 | Svara

  3. haha, Ljótu hálfvitarnir eru yndi.

    Athugasemd af baun — 2009-05-16 @ 19:08 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: