Í gær var ég úti í garði í góða veðrinu. Var að slípa upp pallinn. Sest þá ekki einn starri í birkitréð okkar. Loppa var beint fyrir neðan og var greinilega áhugasöm. Starrinn var bara nýsestur þegar hann fór að gefa frá sér hljóð, sem líktust mjálmi. Loppa svaraði honum með mjálmi og þannig skiptust þau á hljóðum í smástund. Loppa missti síðan þolinmæðina og klifraði upp í tréð. Starrinn var þá að sjálfsögðu ekki seinn á sér að láta sig hverfa. Magnað hvað starrar geta verið flinkar eftirhermur.