Bíltækið okkar er farið að haga sér mjög undarlega upp á síðkastið. Ef maður spilar diska þá tekur það upp á því, fyrirvaralaust, að skipta yfir á útvarpsstöð. Ekki bara hvaða útvarpsstöð sem er heldur alltaf á Bylgjuna! Bylgjuna! Ég veit ekki hvað við höfum gert af okkur til að verðskulda þetta.