Strč prst skrz krk

2009-06-11

Nabucco í Olomouc

Filed under: Tónlist — Jón Lárus @ 23:59

Ég ætla nú ekki að fara að rekja Tékklandsferðina lið fyrir lið. Hildigunnur gerir það, mjög vel, á síðunni sinni.

Fyrir þá sem ekki vita þá vorum við fararstjórar í kórferð Gradualekórsins í kórakeppni í Olomouch í Tékklandi. Eitt kvöldið þá var kórnum og fylgiliði boðið á óperusýningu í óperuhúsinu í Olomouc (já það er óperuhús þar, þótt þetta sé bara 100.000 manna sveitaborg í Tékklandi). Á efnisskránni var Nabucco, eftir Verdi. Þegar við mættum á sýninguna þá kom í ljós að þetta var hraðferð um óperuna. Bara sýndar helstu aríur og kórar. Miðum var dreift á liðið og þegar við Hildigunnur fundum loksins okkar stað þá kom í ljós að þetta var óperuklefi á besta stað á annarri hæð (maður skildi náttúrlega ekki tékkneskuna á miðanum, þar sem stóð óperuklefi nr. þetta og þetta). Hef aldrei komið inn í svona nokkuð áður. Ákveðin greifatilfinning yfir þessu. Vantaði bara þjóninn með kampavínið í hléinu.

Eitt atriði í óperunni var alveg drepfyndið (án þess að eiga að vera það). Úr óperuklefanum okkar sáum við vel ofan í hljómsveitargryfjuna. Í þessu atriði þá stráðu nokkrir söngvarar glimmeri á sviðið og hluti af því fór ofan í gryfjuna og yfir spilarana í annarri fiðlu. Ein fiðlustelpan tók alveg andköf þegar glimmerið hrundi yfir hana. Hætti að spila og hristi sig alla. Kitlaði greinilega undan þessu. Síðan komu nýjar glimmersendingar af sviðinu nokkrum sinnum og alltaf var jafnmikið drama í hljómsveitargryfjunni. Maður þurfti bara að halda aftur af sér til að springa ekki úr hlátri yfir þessu öllu saman.

Auglýsingar

2 athugasemdir »

  1. já þetta var ekki smá fyndið 😀

    Athugasemd af hildigunnur — 2009-06-12 @ 09:55 | Svara

  2. 😀

    Athugasemd af Jón Lárus — 2009-06-12 @ 10:11 | Svara


RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: