Strč prst skrz krk

2009-06-17

Eldavélarbasli

Filed under: Ýmislegt — Jón Lárus @ 15:29

okkar er nú loksins lokið. Eftir hátt í þriggja mánaða ofnleysi þá tókst að klára að laga vélina í gær eins og sjá má hér.

Til að gera stutta sögu langa þá gerðist það líklega í lok mars (man ekki dagsetninguna nákvæmlega) að það brotnaði takkinn af eldavélinni sem stýrir virkni ofnsins (undir/yfirhiti/blástur o.s.frv.). Það tók nokkra daga að útvega nýjan rofa en um miðjan apríl þá komst hann í okkar hendur. Eins og sést hér þá gekk það ekki upp því rofinn sem var fyrir í vélinni og sá nýi voru ekki eins. Næsta skref var því að reyna að útvega teikningar að tengingunum. Það tók nokkra daga. Þegar við vorum búin að fá teikninguna í hendurnar þá kölluðum við til rafvirkja sem sér um viðgerðir á vélum eins og okkar. Hann var ekki lengi að komast að því að teikningarnar væru rangar. Garg!

Við þurftum því að útvega nýtt sett af teikningum. Þær komu svo seint í maí. Þá vorum við á leiðinni út og gátum ekkert hugsað um þetta mál. Dembdum okkur síðan beint í þetta mál þegar við komum heim úr kórferðinni. Fengum rafvirkjann aftur. Hann sá að þetta voru réttar teikningar en þær voru samt ekki nákvæmar þ.a. hann vildi fá vélina inn á verkstæði til sín. Á mánudaginn fórum við síðan í það verkefni að koma henni á verkstæðið og fengum hana svo aftur til baka í gær í tipp topp standi Þvílíkur léttir eftir að hafa verið tvo og hálfan til þrjá mánuði ofnlaus.

Færðu inn athugasemd »

Engar athugasemdir ennþá.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

%d bloggurum líkar þetta: