Ég er búinn að plotta það að fá lánað hjól hjá bróður mínum um næstu helgi (ef það verður almennilegt veður) til að sjá hvað munar miklu á 25km hring á alvöru hjóli og skriflinu mínu. Stebbi bróðir er algjör hjólafíkill og á geðveikt flott hjól (koltrefjar, magnesíum og kryptonít eru helstu efnin í því held ég). Vegur eitthvað um 11kg og kostaði 750k fyrir tveimur árum. Þurfum að breyta því aðeins þannig að ég geti hjólað á því. Núna eru á því keppnispedalar en þar sem ég á ekki þannig hjólaskó þá ætlum við að skipta yfir á venjulega pedala. Verður gaman að sjá hvernig þetta kemur út.