um síðustu helgi. Alveg óvart samt.
Var að mála hliðið og handriðið hjá stiganum upp að aðalinnganginum. Þar sem hliðið var ekki orðið þurrt þegar ég kláraði lét ég það standa opið. Síðar um kvöldið ákvað ég að skella mér út og loka því. Snaraðist út, bakdyramegin. Þá voru einmitt á þeirri stundu tvær stelpur að taka mynd af húsinu. Þær hrukku í kút, hafa líklega haldið að ég ætlaði að fara að skammast eitthvað í þeim. Svo sagði önnur þeirra að þær væru bara að taka mynd af húsinu og hvort að það væri ekki allt í lagi. Bættu svo við að þeim þætti það mjög fallegt. Ég hélt nú það, þakkaði fyrir hrósið, lokaði hliðinu og fór inn aftur. Fattaði ekki fyrr en þá að ég hefði nú átt að segja við þær að það hefði nú ekki verið meiningin að láta þær hrökkva svona í kút.