Í fríinu okkar fyrir vestan á ættaróðalinu þá fann Fífa alveg magnað bréf þegar hún var að róta í einhverjum kössum niðri í kjallara.
Bréfið leit svona út:
Innihaldið í bréfinu er eftirfarandi:
Þú ert vondur maður Jón að setja mirkur yfir okkur þegar við sitjum hér í sakleysi. Þú skalt fá að kenna á því að þetta er skrifað í mirkrinu. Eilíf hefnd skal yfir þig koma fyrir þetta athæfi. Ef þú ferð nú ekki að koma með ljósið verður þú settur á gálgann á morgun. Ég hefði nú gjarnan viljað skrifa þér betra bréf en þú átt það ekki skilið.
Þinn Selur
Til útskýringar þá var það afi minn (og nafni) sem fékk þetta bréf. Afi sá um rekstur rafveitunnar á Núpi í Dýrafirði í mörg ár. Þarna lítur út fyrir að hafi orðið rafmagnslaust og ekki allir verið alveg sáttir við það…